Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 35 lóðrétt lína (í hnitakerfi) í rétthyrndu hnitakerfi eru allir punktar lóðréttrar línu með sama láhnit (x-hnit); samsíða lóðréttum ás (y-ás) og hornrétt á láréttan ás (x-ás) M margfeldi niðurstaða margföldunar; t.d. er 12 margfeldi af 3 og 4; þáttur · þáttur = margfeldi margflötungur þrívíður hlutur gerður úr endanlega mörgum marghyrningum; dæmi um margflötunga eru píramídi og teningur margföldun það að margfalda margföldunar- andhverfa tvær tölur eru margföldunarandhverfur ef margfeldi þeirra er margföldunarhlutleysan 1, t.d. eru 5 og 1/5 margföldunar- andhverfur af því að 5 · 1/5 = 1; einnig eru 2/5 og 5/2 margföldunarandhverfur af því að 2/5 · 5/2 = 1 margföldunar- hlutleysa talan 1 er hlutlaus í margföldun, t.d. er a · 1 = 1 · a = a , þar sem a er ótilgreind tala margföldunar- reglan í líkindareikningi líkurnar á að tveir óháðir atburðir A og B gerist samtímis eða hvor á eftir öðrum eru fundnar með því að margfalda saman líkurnar á hvorum atburði fyrir sig; táknað P(A og B) = P(A) ∙ P(B)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=