Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 34 línustrik strik, línubútur milli tveggja punkta lítri grunnrúmmálseining metra- kerfisins, tákn l ; einkum notað til að mæla vökvamagn, 1 lítri er 1 rúmdesimetri, 1 dm 3 = 1000 cm 3 ljósár sú vegalengd sem ljósið ferðast á einu ári (9,46 · 10 12 km) ljóshraði u.þ.b. 300 000 km/sek. lokuð spurning spurning þar sem svarmöguleikarnir eru fyrirfram ákveðnir lota í tugabroti runa af tölustöfum sem endurtekur sig óendanlega oft í aukastöfum tugabrots, t.d. runan 531 í 0,531531531 … (oft skrifað 0,531 ) lotubundið tugabrot tugabrot þar sem runa af tölustöfum, lota, endurtekur sig óendanlega oft í aukastafarunu tölunnar; dæmi: 0,45454545 … þar sem lotan er 45; allar ræðar tölur eru endanleg eða lotubundin tugabrot lóðhnit punkts hnit punkts á lóðréttum ás í rétthyrndu hnitakerfi, y-hnit lóðlína 1) lóðrétt lína sem vísar beint á miðpunkt jarðar, t.d. ef lóð er hengt á snúru þá mun snúran vísa beint á miðpunkt jarðar (þannig framkallar smiður lóðlínu) 2) lína hornrétt á aðra línu; þverill

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=