Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 32 lengdarbaugar hugsaðar boglínur sem liggja frá Norðurpólnum til Suðurpólsins; þær skipta jörðinni í tímabelti; taldir eru austlægir og vestlægir lengdarbaugar frá lengdarbaug í gegnum Greenwich í London lengdareining hugtak um mælieiningar sem varða lengd eða fjarlægð milli fyrirbæra (hluta); dæmi um lengdareiningar eru t.d. metri, þumlungur (tomma), sjómíla og ljósár lengja brot margfalda teljara og nefnara brots með sömu tölu þannig að gildi brotsins varðveitist lengja jöfnu margfalda báðar hliðar jöfnu með sömu tölu þannig að jafngildið varðveitist liðastærð stærð sem skiptist í liði, + og – skipta liðum, t.d. skiptist stærðin 8 · 3 + 9 : x – 6 – 21 í fjóra liði liðun einn liður skrifaður sem tveir eða fleiri liðir, t.d. 12 = 10 + 2; liðun felst oft í því að margfalda til að eyða svigum, t.d. 2( x + 5) = 2 x + 10 liður 1) tala eða algebrustæða sem á að leggja við eða draga frá annarri stæðu, liðir eru tengdir saman með + og – 2) tala í talnarunu líkan hlutur eða hugmynd notuð til að líkja eftir raunverulegu fyrirbrigði eða raunverulegum aðstæðum líkindatré í líkindareikningi: myndrit þar sem hver útkoma er einn punktur; strik tákna hvernig einstakar útkomur raðast hver á eftir annarri með ákveðnum líkum líkindi/líkur líkur; mælikvarði á því hversu líklegt er að tiltekinn atburður gerist, lýst með tölu milli 0 (gerist örugglega ekki) og 1 (gerist örugglega)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=