Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 31 langhlið (í rétthyrndum þríhyrningi) lengsta hliðin í rétthyrndum þríhyrningi, hliðin á móti rétta horninu launbrot brot sem er í rauninni heil tala, t.d. 6/3, 40/5, –12/4 lausnamengi mengi þeirra gilda sem fullnægja gefinni jöfnu/ójöfnu; mengi sem inniheldur allar lausnir gefinnar jöfnu/ójöfnu lággildispunktur botnpunktur; punktur á grafi falls sem hefur lægra fallgildi en allir nálægir punktar hægra eða vinstra megin við punktinn láhnit punkts hnit punkts á láréttum ás í rétthyrndu hnitakerfi, x-hnit lán með jöfnum afborgunum afborgunin er sú sama hverju sinni sem greitt er af láni en vextirnir sem greiddir eru fara lækkandi eftir því sem höfuðstóllinn lækkar þegar líður á lánstímann lárétt lína (í hnitakerfi) í rétthyrndu hnitakerfi eru allir punktar láréttrar línu með sama lóðhnit (y─hnit); samsíða láréttum ás (x─ás) og hornrétt á lóðréttan ás (y─ás) leiðing setningin „Ef (setning p) þá (setning q)“ nefnist leiðing; fyrri liður hennar nefnist forsenda en síðari liðurinn afleiðing leif það sem verður afgangs í deilingu; afgangur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=