Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 3 A.M. ante meridiem − orðin eru latnesk en „meridies“ merkir hádegi, kl. 12:00; alþjóðlegt tákn sem táknar „fyrir hádegi“, á íslensku skammstafað f.h. aðfeldi sjá hrópmerkt tala aðfella bein lína sem graf falls nálgast; fjarlægðin milli línunnar og grafsins nálgast 0 aðgerð, venjuleg reikniaðgerð samheiti yfir samlagningu, frádrátt, margföldun og deilingu aðgerðartákn tákn sem sýnir hvaða reikniaðgerð á að nota, til dæmis + og – fyrir samlagningu eða frádrátt afborgun þegar lán er greitt til baka er lánsupphæðinni oft skipt í minni hluta sem kallast afborganir afsanna tilgátu sýna fram á að tilgátan sé ósönn afsláttur lækkun á verði, t.d. fyrir vöru eða þjónustu afstæð tilvísun í reit/hólf felur í sér að formúlan er aðlöguð og breytist þegar hún er afrituð yfir í annað hólf í töflureikni A

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=