Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 29 jafngreiðslulán lán þar sem greiðsla afborgana og vaxta samanlagt nemur jafnhárri upphæð hverju sinni (hlutur afborgunarinnar eykst eftir því sem vaxtagreiðslan minnkar) jafnhliða þríhyrningur þríhyrningur með allar hliðar jafnlangar ─ þá eru öll horn þríhyrningsins jafnstór jákvæð tala tala sem er stærri en 0 jákvæður snúningur rangsælis hringhreyfing, gegn gangi klukkuvísa; horn sem myndast af jákvæðum snúningi eru sögð jákvæð jákvætt horn horn sem myndast af jákvæðum snúningi, sjá jákvæðan snúning jöfnuhneppi (línuleg) tvær eða fleiri línulegar jöfnur með tveimur eða fleiri breytum K karteskt hnitakerfi hnitakerfi sett fram á 17. öld og er kennt við franska stærðfræðinginn Descartes (1596–1650); sjá rétthyrnt hnitakerfi í fleti kassarit sjá rammarit kassi réttur strendingur þar sem allir hliðarfletir og grunnfletir eru rétthyrningar; réttstrendingur keila þrívíð rúmmynd sem samanstendur af hringlaga grunnfleti og sveigðum fleti, möttli, sem rís upp í punkt sem kallast topppunktur; ein gerð strýtu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=