Hugtakasafn í stærðfræði
Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 28 innsetningar- aðferð aðferð til að leysa jöfnuhneppi, þá er fundin stæða fyrir eina breytu í einni jöfnunni og stæðan síðan sett inn fyrir þá breytu í annarri jöfnu J jafna tvær stæður sem standa hvor sínum megin við jafnaðarmerki; jafnaðarmerkið táknar að stæðurnar eru jafngildar; venja er að nota bókstafinn x til að tákna óþekktu stærðina í jöfnu ef aðeins er um eina óþekkta stærð að ræða jafna beinnar línu jafna sem rita má á forminu y = ax + b , þar sem a er hallatala línunnar og (0, b ) er skurðpunktur hennar við y-ás, eða x = c sem er jafna lóðréttrar línu í gegnum punktinn ( c , 0) jafnaðarmerki stærðirnar hvor sínum megin við merkið eru jafnar, táknað = ; dæmi: 5 + 3 = 8; 3 x + 2 = 11 jafnar líkur í líkindareikningi: þar sem jafnar líkur eru á öllum útkomum; dæmi: þegar teningi er kastað eru sex jafn líklegar útkomur, líkurnar á hverri einstakri útkomu eru 1/6 jafnarma þríhyrningur þríhyrningur með tvær hliðar jafn langar ─ þá eru tvö horn þríhyrningsins jafn stór jafngild brot tvö eða fleiri brot sem hafa sama gildi, þ.e. eru jafnstór, t.d. 3/4 = 15/20 jafngildar stæður stæður sem hafa sama gildi
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=