Hugtakasafn í stærðfræði
Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 27 hæð í þríhyrningi 1) línustrik frá hornpunkti hornrétt á mótlæga hlið eða framlengingu hennar 2) lengd línustriks frá hornpunkti hornrétt á mótlæga hlið eða framlengingu hennar; hæð sýnir stystu fjarlægð frá grunnlínu eða framlengingu hennar að mótlægu horni (hver þríhyrningur hefur þrjár hæðir, eina frá hverju horni) hæsti/stærsti sameiginlegi þáttur hæsta tala sem gengur upp í tvær (eða fleiri) tölur samtímis, t.d. er 8 hæsti sameiginlegi þáttur 40 og 72 höfuðstóll fjárhæð sem vextir eru reiknaðir af I indó-arabískar tölur talnaritun í sætiskerfi með grunntölunni tíu, algengasta talnaritunin nú inneign peningaupphæð sem maður á inni (t.d. í banka); sparifé; útistandandi skuld innhyrndur marghyrningur marghyrningur þar sem a.m.k. eitt horn er stærra en 180˚ innlánsvextir vextir af peningum sem liggja á bankareikningi, innlánsvextir eru lægri en útlánsvextir innritaður hringur í þríhyrningi innhringur; allar hliðar þríhyrnings eru snertlar hringsins; miðja hringsins er skurðpunktur helmingalína horna þríhyrningsins innsetning það að setja talnagildi eða stæðu inn fyrir breytu; dæmi: ef talan 3 er sett inn fyrir x í stæðunni 2 x + 5 þá fæst 2 · 3 + 5
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=