Hugtakasafn í stærðfræði
Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 25 hringfari áhald til að teikna hring eða hringboga, stundum kallað sirkill hringflötur hringferill ásamt öllu svæðinu innan hans; flöturinn sem hringferillinn umlykur; hringskífa hringgeiri hluti af hringfleti (hringskífu) sem afmarkast af tveimur geislum út frá miðju hrings og boga sem tengir saman enda geislanna; í skífuriti er hring skipt upp í hringgeira þannig að hver hringgeiri sýnir ákveðið hlutfall af heildinni hringskífa sjá hringflötur hringsneið hluti af hringfleti sem afmarkast af streng (eða sniðli) og þeim hringboga sem strengurinn spannar hringur ferill sem er í fastri fjarlægð frá tilteknum punkti sem er miðja hringsins; hringurinn afmarkar hringflöt (hringskífu) hrópmerkt tala hrópmerkt jákvæð heil tala segir að margfalda skuli allar heilar tölur frá 1 til og með gefnu tölunni; hrópmerkt tala n er táknuð með n ! (lesið n hrópmerkt) hugarreikningur það að reikna í huganum, útreikningur í huganum hundraðshluti hlutfallstala þar sem nefnarinn er talan 100; prósent (1/100 = 1%)
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=