Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 24 hornamál stærð horns, oft mælt í gráðum hornareglur samheiti yfir reglur um horn: grannhorn, lagshorn, topphorn, hornasummur marghyrninga, o.fl. hornasumma marghyrnings samanlögð stærð allra horna í marghyrningi; t.d. er hornasumma þríhyrnings 180° hornpunktur (marghyrnings) punktur þar sem tvær hliðar marghyrnings skerast hornréttur á línu, flöt sem myndar 90° horn við línuna, flötinn hólf í töflureikni hólf þar sem dálkur og röð mætast; hólfið þar sem dálkurinn B og röð nr. 2 mætast hefur tilvísunina B2 hólfatilvísun tilvísun í hólf (reit) í töflureikni; hólfið efst til vinstri hefur hólfatilvísunina A1, sjá einnig: heiti á hólfi hraðalínurit línurit sem sýnir tengslin milli vegalengdar og tíma þannig að hægt er að lesa meðalhraðann af línuritinu; tími er óháð breyta en vegalengd afleidd breyta hringbogi hluti af hringferli

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=