Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 23 hlutleysa reikniaðgerðar tala sem hefur engin áhrif í tiltekinni reikniaðgerð; hlutleysa samlagningar er 0, sbr. a + 0 = a , og hlutleysa margföldunar er 1, sbr. a · 1 = a hlutmengi þegar þannig háttar með tvö mengi, A og B, að sérhvert stak í A er einnig stak í B þá er sagt að A sé hlutmengi í B, ritað A ⊂ B eða A ⊆ B hnit segja til um hvar punktur er staðsettur í hnitakerfinu hnit talnatvenndar tvær tölur sem sýna staðsetningu punkts í hnitakerfi, t.d. (3, 2); fyrri talan sýnir láhnit (x-hnit) og seinni talan sýnir lóðhnit (y-hnit) hnitaás sjá ás í rétthyrndu hnitakerfi hnitakerfi í fleti tvær talnalínur, venjulega hornréttar hvor á aðra og skerast í punktinum (0, 0), notaðar við staðarákvörðun punkta í fleti; sjá rétthyrnt hnitakerfi hnútur mælieining fyrir hraða skipa og báta; einn hnútur er 1 sjómíla á klst. (1 sjómíla = 1,852 km) horn tvær hálflínur með sameiginlegan upphafspunkt mynda horn; stærð hornsins er mælitala hringboga milli hálflínanna hornalína marghyrnings línustrik sem dregið er frá einu horni marghyrnings til annars horns hans; þó ekki milli samliggjandi horna (það eru hliðar marghyrningsins)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=