Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 22 hlið (marghyrnings) eitt af línustrikunum sem marghyrningur er gerður úr; tvær samtengdar hliðar mynda horn marghyrnings hliðarflötur (margflötungs) einn af flötunum sem mynda margflötung hliðra flatarmynd að flytja alla punkta myndar jafnlangt og samsíða í sömu stefnu hliðrun flatarmyndar flutningur þegar mynd flyst um tiltekna lengd í tiltekna stefnu; það að allir punktar myndar flytjast jafnlangt og samsíða í sömu stefnu hlutfall lýsir sambandi tveggja stærða a og b og er oft uppgefið með setning- unni „ a á móti b “ ─ hlutfallið má einnig setja fram sem almennt brot, a / b , eða með tvípunkti a : b ; í mörgum tilvikum er hlutfall gefið upp sem prósent, t.d. „30% landsmanna borða skötu á Þorláksmessu.“ hlutfallsleg skipting skipting miðuð við hlutfall hlutfallstala kostnaðar (árlega) mælir heildarlántökukostnað sem hlýst af gerð lánssamnings s.s. vegna lántökugjalds, stimpilgjalds og vaxta, lýst sem árlegri prósentu af lánsupphæð hlutfallstíðni fjöldi skipta sem tiltekin útkoma (mæling) á sér stað deilt með heildarfjölda útkoma hlutfallstölur x og y eru hlutfallstölur ef þær standa í réttu hlutfalli hvor við aðra; þá er y / x fasti

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=