Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 21 heilar tölur mengið {… , –3, –2, –1, 0, 1, 2, 3, …}, þ.e. náttúrlegar tölur ásamt 0 og neikvæðum heilum tölum heildargreiðsla láns heildargreiðsla af láni við hverja afborgun er summan af afborgun, vöxtum og gjöldum; heildargreiðsla vegna láns út lánstímann er summa allra greiðslna á hverju greiðslutímabili heiltöluhluti brots sá hluti tugabrots sem er vinstra megin við kommuna; heila talan í blandinni tölu er heiltöluhluti hennar, t.d. er 2 heiltöluhluti tölunnar 2 ½ heiti á hólfi/ reit í töflureikni heiti á hólfi kallast einnig hólfatilvísun eða tilvísun í hólf; hólfið efst til vinstri hefur heitið A1 hektari mælieining fyrir stærð flatar; ferningur með hliðarlengdina 1 hektómetri = 100 m er 1 hektari að flatarmáli; 1 hektari = 10 000 m 2 hektó- (í mælieiningum) hundraðfaldur (10 2 ), t.d. hektógramm = 100 grömm, hektópaskal = 100 paskal helminga skipta í tvo jafn stóra hluta helmingalína horns hálflína úr oddpunkti horns sem skiptir því í tvö jafnstór horn herma í líkindareikningi: að búa til líkan af atburði hitastig mælieining á hita; mælikvarðarnir celcius, C, og farenheit, F, eru algengastir í almennri notkun en SI-eining er kelvin, K hjálparmynd, hjálparteikning skissa sem mál eru skráð inn á, notuð til hjálpar í rúmfræðiteikningum og útreikningum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=