Hugtakasafn í stærðfræði
Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 20 gullinsnið þegar skiptingu striks er þannig háttað að lengri hluti þess stendur í sama hlutfalli við styttri hlutann og strikið í heild stendur við lengri hlutann; hlutfallið er ≈ 1,618 gögn (í tölfræði) safn talna eða annarra upplýsinga sem er aflað til að vinna úr og setja fram, t.d. í myndritum eða töflum H hagstæðar útkomur fjöldi mögulegra útkoma sem ætlunin er að reikna líkurnar á; t.d. ef reikna á líkurnar á að upp komi oddatala þegar teningi er kastað þá er útkomusafnið {1, 3, 5} hagstæðar útkomur hallatala (beinnar línu) breyting á y-hniti (línu) þegar x-hnit hækkar um eina einingu; talan a er hallatalan í línulegu jöfnunni y = ax + b háð útkoma þegar útkoma tilraunar er komin undir útkomu annarra tilrauna háðir atburðir tveir atburðir eru innbyrðis háðir ef annar hefur áhrif á hinn þannig að líkur breytist; t.d. eru atburðir háðir þegar ekki er dregið með skilum hágildispunktur topppunktur; punktur á grafi falls sem hefur hærra fallgildi en allir nálægir punktar hægra eða vinstra megin við punktinn hálfhringur helmingur hrings; miðstrengur skiptir hring í tvo hálfhringi; bogi frá öðrum endapunkti miðstrengsins til hins hálflína sá hluti línu sem liggur öðrum megin við tiltekinn punkt á henni ásamt punktinum sjálfum
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=