Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 19 grafísk lausn á línulegu jöfnuhneppi lausnaraðferð sem byggist á því að teikna gröf línulegra jafna og lesa af grafinu í hvaða punkti línurnar skerast gramm mælieining massa í metrakerfinu, 1/1000 hluti úr kílógrammi, 1 g = 0,001 kg grannhorn tvö horn sem hafa annan arminn sameiginlegan og hinn arminn hvorn í framhaldi af öðrum, þ.e. eru samanlagt 180° og mynda beina línu gráða tákn ° 1) mælieining fyrir horn, 1 gráða er 1/360 hluti úr hring 2) mælieining fyrir hitastig, 1 gráða á Celcius-kvarða er 1/100 af muninum á frostmarki og suðumarki vatns við venjulegan loftþrýsting grunnflötur (t.d. strendings, sívalnings, strýtu) botnflötur, endaflötur á þrívíðri mynd; hæð hennar er dregin hornrétt á grunnflötinn grunnlína, t.d. þríhyrnings eða samsíðungs ein hlið þríhyrnings eða samsíðungs; hæð er dregin frá mótlægu horni hornrétt á grunnlínu (eða framlengingu hennar) grunnmengi mengi sem inniheldur öll hugsanleg stök annarra mengja í einhverjum skilningi; t.d. ef unnið er með mengi af rauntölum þá er grunnmengið mengi allra rauntalna, R grunntala 1) veldisstofn; tala sem hafin er upp í veldi, t.d. er talan 3 grunntala í tölunni 3 4 2) talnakerfi byggja á mismunandi grunntölu, t.d. hefur tugakerfið grunntöluna 10

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=