Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 18 geisli í hring 1) línustrik sem liggur milli miðju hrings og einhvers punkts á hringferli 2) lengd línustriks frá miðju hrings að hringferli gengi gildi tiltekins gjaldmiðils gagnvart öðrum gjaldmiðli gildistafla, gildatafla tafla yfir tiltekin gildi, t.d. gildi óháðu breytunnar x og samsvarandi fallgildi gjaldmiðill það sem greitt er með í viðskiptum; peningar sem ríki ákveður sem grunneiningu í viðskiptum gleiðhyrndur þríhyrningur eitt hornið í slíkum þríhyrningi er stærra en 90° og minna en 180° gleitt horn horn sem er stærra en 90° en minna en 180° graf mynd í hnitakerfi sem sýnir hvernig tiltekin stærð er háð annarri grafísk lausn á annars stigs jöfnu aðferð til að leysa jöfnu með því að teikna graf annars stigs falls og finna skurðpunkta milli grafsins og x-ássins (núllstöðvar)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=