Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 17 fyllimengi ef mengið A er hlutmengi í tilteknu grunnmengi G þá inniheldur fyllimengi A, táknað A´, öll stök sem eru í G en ekki í A fyrsta ferningsreglan ( a + b ) 2 = a 2 + 2 ab + b 2 þar sem a og b eru ótilgreindar tölur færsla (flatarmyndar) flutningur; samheiti yfir speglun, snúning og hliðrun G gagnabanki umfangsmikið safn tiltekinna gagna; kerfi þar sem hægt er að vista og flokka upplýsingar gagnagrunnur safn upplýsinga um tiltekið efni, venjulega geymt skipulega í tölvu, raðað niður eftir vissum reglum og hæft til leitar gagnasvæði hólf í töflureikni sem innihalda gögn, skráð sem: hólfið efst til vinstri: hólfið neðst til hægri, t.d. B1:C45 ganga upp í heil tala a gengur upp í heila tölu b ef b / a er heil tala geiri hluti af hringfleti sem afmarkast af tveimur geislum og boganum milli þeirra

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=