Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 16 fótpunktur hæðar (í þríhyrningi) hæð dregin frá horn- punkti þríhyrnings sker mótlægu hliðina (eða framlengingu hennar) í punkti sem kallast fótpunktur hæðarinnar frádráttur það að draga frá frumtala náttúrleg tala, stærri en 1, sem engin heil tala nema talan 1 og talan sjálf gengur upp í; prímtala frumtalnatvíburar tvær samliggjandi oddatölur sem eru frumtölur; fyrstu fernir tvíburarnir eru (3, 5), (5, 7), (11, 13) og (17, 19) frumþáttun þáttun náttúrlegrar tölu þar sem allir þættir eru frumtölur, t.d. 30 = 2 · 3 · 5 frændhorn tvö horn sem samtals eru 180° fullstytt brot almennt brot þar sem teljarinn og nefnarinn eru ósamþátta; engin heil tala (talan 1 undan- skilin) gengur bæði upp í teljara og nefnara í fullstyttu broti; brot er fullstytt með því að deila í teljara og nefnara með hæstu mögulegu tölu sem gengur bæði upp í teljara og nefnara fullyrðing setning sem er annaðhvort sönn eða ósönn fylliatburður /fyllimengi atburðar andstæða tiltekins atburðar nefnist fylliatburður; til samans mynda þeir mengi allra mögulegra útkoma; atburður og fylliatburður hans geta ekki gerst samtímis; summa líkinda fyrir atburðinn og fylliatburð hans er 1

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=