Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 15 flokkaskipt gögn talnagögn sem skipt er í hentugan fjölda flokka til að auðvelda yfirsýn; byrjað er á að mynda flokka og síðan er talið hversu mörg gildi falla í hvern flokk flutningur (flatarmyndar) samheiti yfir speglun, snúning og hliðrun forgangsröð (reikni)aðgerða segir til um í hvaða röð framkvæma skuli (reikni)aðgerðir; margföldun og deiling hafa forgang fram yfir samlagningu og frádrátt formengi mengi allra gilda á óháðu breytunni (venjulega x ) sem fall er skilgreint fyrir formerki tölu táknin + og – sem gefa til kynna hvort tala er jákvæð eða neikvæð formúla jafna með tölum og táknum sem lýsir stærðfræðilegum tengslum; t.d er formúlan fyrir flatarmáli rétthyrnings: F = l · b þar sem l = lengd og b = breidd formúlulína (í töflureikni) lína fyrir ofan sjálfan töflureikninn þar sem hægt er að skrifa formúlur formúlureikningur reikningur þegar formúla er nýtt til að leysa ákveðið verkefni forsenda fyrri liður leiðingar, seinni liðurinn nefnist afleiðing; í rökleiðslu er stuðst við forsendu sem gert er ráð fyrir að sé sönn til að komast að rökréttri niðurstöðu, afleiðingu, sem verður þá sönn; sjá leiðing

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=