Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 13 ferkílómetri mælieining fyrir stærð flatar; ferningur með hliðarlengdina 1 km er 1 km 2 að flatarmáli fermetri grunnmælieining fyrir stærð flatar, ferningur með hliðar- lengdina 1 m er 1 m 2 að flatarmáli ferningsreglan regla um tvíliða stærð í öðru veldi; reglurnar eru í rauninni tvær eftir því hvort um summu eða mismun er að ræða [þ.e. ( a + b ) 2 eða ( a - b ) 2 ]; sjá fyrsta ferningsreglan og önnur ferningsreglan ferningsrót sú jákvæða tala sem margfölduð með sjálfri sér verður rótarstofninn; ferningsrótin af 16 (skrifað √ 16 ) er 4 vegna þess að 4 · 4 = 16 ferningstala náttúrleg tala sem er jöfn heilli tölu í öðru veldi; t.d. er 16 ferningstala af því að 16 = 4 2 ferningur ferhyrningur með allar hliðar jafnlangar og öll hornin rétt (90°) fersentimetri mælieining fyrir stærð flatar; ferningur með hliðarlengdina 1 cm er 1 cm 2 að flatarmáli ferstrendingur strendingur með ferhyrnda grunnfleti og fjóra hliðarfleti að auki fet lengdarmál notað í Bandaríkjunum og breska samveldinu, 30,48 cm fimmhyrningur marghyrningur með fimm horn og fimm hliðar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=