Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 12 fallgildi gildi sem fall fær þegar gildi breytu (sem oft er nefnd x ) er sett inn í fallstæðuna; fallgildi, oft nefnt y eða f ( x ), er skráð á y -ás þegar graf falls er teiknað; dæmi: þegar x = 5 er sett inn í fallstæðuna f ( x ) = 3 x + 2, verður fallgildið f (5) = 3 · 5 + 2 = 17 fallstæða algebrustæða sem lýsir falli fastaliður, fasti liður í stæðu sem er ekki breytistærð; gildi falls þegar óháða breytan (oft táknuð með x ) tekur gildið 0; í línulega fallinu y = ax + b er b fastaliðurinn, dæmi: 5 er fastaliðurinn í fallstæðunni y = 2 x + 5 fasti stærð sem breytist ekki; andstæða við breytu ferhyrningur marghyrningur með fjögur horn og fjórar hliðar ferilhorn horn sem hefur oddpunkt á hringferli og armar þess eru strengir í hringnum ferill (óslitinn) mengi samhangandi punkta í fleti sem má sýna með því að draga blýantsodd eftir blaði án þess að blýantinum sé lyft; samfelld slóð punkta

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=