Hugtakasafn í stærðfræði
Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 11 einslaga (um flatarmyndir) tvær flatarmyndir eru einslaga ef þær samsvara hvor annarri þannig að fjarlægðir milli samsvarandi punkta eru ávallt í sama hlutfalli; tveir þríhyrningar eru einslaga ef þeir hafa tvö og tvö jafn stór horn. einslæg horn við tvær línur sem skornar eru af þriðju línu horn sem liggja eins við línurnar tvær með tilliti til þriðju línunnar; við samsíða línur eru þessi horn jafn stór einslögun það að vera einslaga empírísk gögn upplýsingar (gögn) sem fást úr athugunum eða tilraunum empírískt fall fall sem byggist á niðurstöðu tilraunar eða athugunar (þ.e. empirískum gögnum) endanlegt tugabrot tugabrot með endanlegan fjölda aukastafa, t.d. 0,25 endapunktur tveir endapunktar afmarka strik F fall regla sem sýnir tengslin milli tveggja stærða í raðtvennd, oft táknað ( x , y ) eða ( x , f ( x )), þar sem fyrri stærðin x er nefnd „óháð breyta“ en seinni stærðin „háð breyta“; engar tvær raðtvenndir hafa sama fyrra hnit; falli er oft lýst með jöfnu, t.d. y = 3 x – 1
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=