Hugtakasafn í stærðfræði

Hugtakasafn í stærðfræði | 9253 Menntamálastofnun 2019 | © Jón Þorvarðarson og Kristín Bjarnadóttir 10 eiginlegt brot brot sem hefur gildi milli 0 og 1; nefnarinn er alltaf stærri en teljarinn einangrun breytistærðar umritun jöfnu á þann hátt að breytistærðin standi ein og sér öðrum megin við jafnaðar- merkið og aðrar stærðir hinum megin við jafnaðarmerkið einföldun stæðu aðgerð til að einfalda; t.d. verður stæðan 2 x + 3 x + 4 einfaldari ef liðirnir með breytunni x eru lagðir saman og skrifað 5 x + 4 einingarbrot almennt brot þar sem teljarinn er 1, t.d. 1/3, 1/7, 1/9 o.s.frv. einingarhorn þegar boga hrings er skipt í 360 eins boga er hver litlu boganna sagður spanna eina gráðu af hringnum (táknað með 1°); horn með oddpunkt í miðju hringsins sem spannar einn af þessum bogum kallast einingarhorn einingarhringur hringur með geislann 1; oft er einingar- hringurinn staðsettur í rétthyrndu hnitakerfi með miðju í (0,0) eins (um flatarmyndir) aljafnar, eins að stærð og lögun eins punkts fjarvídd hefur eina sjónhæðarlínu og einn hvarfpunk einshyrndir (þríhyrningar) tveir þríhyrningar eru sagðir einshyrndir ef hægt er að para horn annars þrí- hyrningsins við horn hins þríhyrningsins þannig að hornin í sama pari eru sömu stærðar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=