Hugrún - vinnubók

8 Akkiles og skjaldbakan Reyndu að útskýra hvað er átt við: Heimurinn fer minnkandi en samt er hann jafn stór og hann hefur alltaf verið. Tíminn líður hraðar eftir því sem jólin nálgast en samt er sólarhringurinn alltaf jafn langur. Það er leikur að læra en samt er stundum ekkert gaman í skólanum. Hálfnað er verk þá hafið er en samt á ég enn miklu meira en helminginn eftir. Börn eru í eðli sínu góð en samt hrekkja þau oft hvert annað. Fullorðið fólk er viturt en samt hagar það sér oft heimskulega.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=