Hugrún – Sögur og samræðuæfingar

7 Akkiles og skjaldbakan Í þessari sögu koma fyrir fornar rökþrautir. Sagan um Akkiles og skjald- bökuna og þrautin um örina eru hafðar eftir gríska heimspekingnum Zenon. Þær leiða báðar til niðurstöðu sem stangast á við heilbrigða skynsemi. Auk þess flýtur með lítil þraut um rakarann sem rakaði sjálfan sig. Í þeirri umræðu gætu myndir af hópunum sem um ræðir komið að góðum notum. Rakarinn tilheyrir engum hópi þó að hann virðist tilheyra öllum. Hver er eiginlega staða hans? Er hann skeggjaður eða rakaður? Bull Stóri bróðir sögumannsins er ekki ýkja hrifinn af heimspekilegum áhuga systur sinnar. Þau hafa mjög ólíka hugmynd um það sem getur talist merkilegt eða áhugavert. Hvaða skoðanir hafa nemendur á deilum þeirra systkina? Er spurningin sem sögumaður leggur fyrir bróður sinn bull? Það skiptir máli hvernig spurningin er orðuð. Sögumaður spyr ekki: Ert þú til í alvörunni? heldur hvernig hann geti verið viss um að hann sé til. Þar með er vissuhugtakið í aðalhlutverki í spurningunni. Hér er vert að huga að rökum fyrir vissunni um tilvist okkar. Einnig að velta vöngum yfir því hvort spurningin er erfið og þá hvers vegna. Sögumaður segir bróður sinn kalla allt bull sem hann skilur ekki sjálfur. Er mögulegt að misskilja sjálfan sig? Hvernig þá? Hvers konar hegðun bendir til skorts á sjálfsskilningi? Seinni hluti sögunnar gefur tilefni til pælinga um visku og hvað felist í því að vera vitur. Fáið börnin til að velta fyrir sér hvað sé viska og hvað geri fólk viturt. Getur Sókrates verið vitur ef hann veit lítið eða jafnvel ekki neitt. Hér má bera Sókrates saman við stóru systur sem allt þykist vita. Umræða félaganna um dýrin gefur tilefni til fjörugra skoðanaskipta um visku (greind) dýra og hvað við höfum til marks um hana í fari þeirra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=