Hugrún – Sögur og samræðuæfingar

6 inntak í sögunum Hræðslupúki Í þessari sögu veltir sögumaður fyrir sér þeirri tegund spurninga sem engin endanleg svör virðast til við. Er það galli eða kostur á svari við spurningu að það kveiki fleiri spurningar? Hver er ástæða þess að við veltum því fyrir okkur hver við erum? Er einhver tilgangur með því að spyrja sjálfan sig spurninga um það hver maður er? Hvers vegna er sögumaður hræddur við að spyrja spurninga í skólanum? Asnar Í þessari sögu hefur sögumaður útvíkkað hugmyndina um trúfrelsi. Honum finnst að ef raunverulegt trúfrelsi ríki á Íslandi eigi fólk að fá að trúa því sem því sýnist. Og þar með einnig að hafa frelsi til að tjá skoðanir sínar. Hér gæti því skapast umræða um tjáningarfrelsi og rétt annarra til að reyna að hafa áhrif á skoðanir okkar. Fjölskylda sögumanns bregst ókvæða við fordómum hans gagnvart Pólverjum. Er rangt að hafa fordóma gagnvart öðru fólki? Hvað er rangt við það? Hvernig verða fordómar til? Hvers vegna festa þeir sig í sessi? Það er vert að skoða undanfara þess að sögumaður fellir dóm sem stangast svo mjög á við heilbrigða skynsemi. Sagan skorar á börnin að velta fyrir sér hvort stundum sé reynt að telja þeim trú um að eitthvað sé satt þótt það sé það augljóslega ekki. Hér er það kennarans, eins og ávallt, að halda samræðunni hlutlægri og innan velsæmismarka fyrir alla. Flísin í auganu Í þessari sögu er hugað að rótum illra verka og ósamkvæmni orða og gjörða. Þær geta auðvitað verið af ýmsu tagi en hér er sérstaklega hugað að mannlegum breyskleika. Hvers vegna brjóta menn oft gegn sinni bestu vitund? Hvað fær menn til að gera það sem þeir vita að er rangt að gera? Er það vegna þess að menn skortir heilbrigða skynsemi? Hvaða hlutverki gegna tilfinningar og hvatir manna í þessu samhengi? Af hverju er auð- veldara að sjá það sem aðrir gera rangt en að viðurkenna fyrir sjálfum sér og öðrum eigin rangindi?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=