Hugrún – Sögur og samræðuæfingar
63 Að vera öðruvísi Er vont að vera öðruvísi en aðrir? Væri óskandi að allir væru eins? Er í lagi að vera öðruvísi en aðrir? Er eðlilegt að vera tortrygginn gagnvart þeim sem eru öðruvísi? Sjálfsmynd Hvaðan koma hugmyndir mínar um sjálfa(n) mig? Líkar öllum vel við sjálfa sig? Hefur annað fólk áhrif á það hvað mér finnst um sjálfa(n) mig? Hvort á maður að trúa sjálfum sér eða öðrum? Er einhver ástæða til að velta því fyrir sér hver maður er? Á hvers konar stundum væri ástæða fyrir fólk að spyrja spurninga um hvað það er í raun og veru? Hvað er það sem býr til hugmyndina um það hver ég er? Hvernig getur maður átt þátt í að búa til hugmyndina um það hver maður er sjálfur?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=