Hugrún – Sögur og samræðuæfingar

Heimspeki sögur 62 svona. Bæði dýr og menn. Að engum finnist neinn vera fallegur nema hann sé eins og þeir. Svo var ég alltaf jafn spennt yfir örlögum ljóta andarungans. Hvað nú ef hann hefði aldrei hitt svanina og þurft að dúsa með öndunum allt sitt líf? Færi hann þá ekki líka að fyrirlíta sjálfan sig, eins og allir í kringum hann? Er það ekki það versta af öllu? Að hafa ógeð á sjálfum sér? Líða eins og viðundri sem enginn á samleið með? Þegar ég var lítil fannst mér sagan og ég held líka boðskapurinn svo fallegur. Mér finnst sagan enn falleg en eftir því sem ég hugsa meira um boðskapinn verð ég ósáttari við endur og álftir. Ævintýrið um litla ljóta andarungann er svona ekta ævintýri með fallegan endi. En er endirinn svo fallegur? Hvað segir hann um lífið? Þeir sem ætla að vera með okkur verða nauðsynlega að haga sér og líta út eins og við. Þeir sem eru öðruvísi verða skildir út undan. Ekki er nú mikill kærleikur í því, eða hvað? Hvað svo ef ljóti andarunginn hefði nú alls ekki hitt neina svani? Hvað ef hann hefði neyðst til að alast upp hjá öndum sem fannst hann ljótur og fáránlegur? Það sem mér fannst og finnst enn erfiðast við þann endi er hlutskipti ljóta andarungans. Hann hefði þurft að kyngja þröngsýnni hugmynd andanna um hvað er falleg og eðlileg önd. Og þar með hefði hann ósjálfrátt farið að horfa á sjálfan sig sem fáránlegt og ljótt kvikindi. Það liggur við að ég taki með mér grjót til að gefa öndunum næst þegar við förum niður að tjörn. Ég er nú að grínast. Þetta er bara ævintýri. Ég vona bara að mennirnir séu ekki eins þröngsýnir og endurnar í ævintýrinu. Boðskapur Hver er boðskapurinn … í Mjallhvíti og dvergunum sjö? í Rauðhettu? í Harry Potter? frá kennaranum? frá öllum sem maður hittir?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=