Hugrún – Sögur og samræðuæfingar

Heimspeki sögur 60 læti því að stigahópurinn þarf að draga lyftuliðið út úr lyftunni til að vinna. Sumir íbúarnir verða alveg brjálaðir út af látunum. Þá þurfum við að forða okkur hver sem betur getur. Það heppnast ekki alltaf. Sumir krakkarnir hafa verið gómaðir og lent í miklum vandræðum. Samt eru þeir oftast tilbúnir til að taka þátt í leiknum þegar Jonni frændi stingur upp á því. Ég held að þeir séu dálítið hræddir við hann. Ég er það líka. Jonni er mjög laginn við að gera lítið úr þeim sem vilja ekki taka þátt. Jonni er mjög góður við mig ef ég fer eftir því sem hann vill. Hann á alltaf pening og gefur mér nammi og segir oft að ef einhver í hverfinu mínu eða skólanum sé að angra mig þá eigi ég að láta hann vita og hann bjargi málunum. Fúsi verður leiður út í mig þegar ég segist ekki geta leikið við hann þegar frændi er í heimsókn. Ég verð líka leið sjálf. En hvað á ég að gera? Ég vil ekki reita frænda minn til reiði en ég vil heldur ekki særa besta vin minn. Skemmtun og skaði Er ekki í góðu lagi að … henda snjóbolta í gluggann hjá nágrönnunum? gera bjölluat? stinga upp í sig nammi í Hagkaup? henda eins fast og maður mögulega getur í skotbolta? leika sér við þá sem manni finnst skemmtilegastir? skemmta sér á kostnað annarra? Vinátta Velja allir hverjir eru vinir þeirra? Hvernig veit ég hver er besti vinur minn? Er nauðsynlegt að eiga vini? Er frændinn góður vinur? Er sögupersónan góður vinur? Hvernig þarf góður vinur að vera?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=