Hugrún – Sögur og samræðuæfingar

59 Góður vinur Ef ég væri spurð þá myndi ég örugglega segja að Fúsi væri besti vinur minn. Ég á nokkra aðra vini í hverfinu. Tvær stelpur í bekknum eru líka góðar vinkonur mínar. Svo á ég líka frænda sem ég hitti stundum og leik við. Mamma hans og mamma mín eru systur. Hún kemur oft í heimsókn og þá kemur Jonni frændi oft með. Jonni er ágætur en hann er dálítið frekur. Hann er líka tveimur árum eldri en ég. Hann vill alltaf ráða hvað við gerum og hann heimtar alltaf að við leikum okkur tvö ein. Hann harðneitar að Fúsi fái að vera með okkur eða aðrir vinir mínir í hverfinu. Þegar við förum í heimsókn til hans vill hann ráða öllu líka. Þá vill hann oftast að ég komi að leika með vinum hans. Ég læt alltaf til leiðast þótt mér finnist vinir hans ekkert sérstaklega skemmtilegir. Þeir eru allt öðruvísi heldur en vinir mínir. Þeir eru alltaf að finna upp á einhverju sem þeim finnst spennandi að gera og oftast eru það einhverjir hrekkir. Til dæmis finnst þeim fátt skemmtilegra en að gera bjölluat í stóru blokkunum. Ég verð að viðurkenna að það er dálítið fyndið þegar margir svara í einu. Þeir eru stundum lengi að fatta að það er enginn að koma í heimsókn. Við veltumst um af hlátri og hlustum á ruglingsleg samtölin eins lengi og við þorum. Við forðum okkur á harðahlaupum þegar íbúarnir átta sig loksins á að þeir eru að tala við nágranna sína í gegnum dyrasíma. Stundum hringjum við líka þangað til einhver hleypir okkur inn og förum í lyftuleik. Einn lyftuleikurinn er þannig að við skiptum í tvö lið. Eða öllu heldur Jonni skiptir í lið því hann ræður yfirleitt öllu. Annað liðið er þá í lyftunni en hinn hópurinn á að reyna að ná lyftunni af þeim með því að hlaupa stigana og giska á hvar lyftan opnast næst. Það verða oft mikil

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=