Hugrún – Sögur og samræðuæfingar
Heimspeki sögur 58 Skyldur Er það skylda að haga sér vel? Af hverju? Er það skylda að fara vel með dótið sitt? Er það skylda að gera allt sem fullorðið fólk segir manni að gera? Er það skylda að leika við vini sína? Er það skylda að vera heiðarlegur? Er það skylda að vera hugrakkur? Er það skylda að reyna alltaf að vera góð manneskja? Samviskan Getur samviskan bitið mann? Getur samviskan nagað mann? Er gott að hafa samvisku? Hvernig er góð samviska? Er samviska allra sú sama? Segir samviskan manni alltaf hvað er rétt að gera? Er það skylda að fara alltaf eftir því sem samviskan segir manni? Blendnar tilfinningar Er hægt að vera reiður og glaður á sama tíma? Er hægt að vera dapur og glaður á sama tíma? Er hægt að vera sorgmæddur og reiður á sama tíma? Er hægt að vera spenntur og rólegur á sama tíma? Hvort ráðum við yfir tilfinningunum eða þær yfir okkur? Getur maður alltaf vitað hvernig manni líður? Er hægt að losa sig við óþægilegar tilfinningar?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=