Hugrún – Sögur og samræðuæfingar

4 inntak í sögunum Páfagaukurinn Til þess að mögulegt sé að þekkja fyrirbæri og rökstyðja hvers vegna við þekkjum það verðum við að hafa almenn hugtök á færi okkar. Hvernig getur hugurinn sagt okkur að eitthvað sé eitt fremur en annað? Hvernig er hægt að bera kennsl á dýr á mynd ef við höfum aldrei séð dýrið áður? Hvernig er hugurinn okkar uppbyggður? Af hverju eru allir í bekknum sammála um að uppáhaldsdýr sögumannsins sé api? Er það vegna þess að allir nemendurnir hafa séð lifandi apa áður eða að minnsta kosti mynd af apa? Hvernig förum við að því að þekkja einstaklinga? Erum við með myndir í kollinum sem við berum saman við það sem við sjáum? Eða eru almenn hugtök eitthvað allt annað en myndir? Eru þau stundum myndir og stundum eitthvað annað? Er Gunnar að bulla eða er eitthvað til í því að einstaklingur sem er gjörólíkur öllum einstaklingum af sömu tegund í útliti sé samt af sömu tegund? Hvernig verða tegundir til? Lífið er leikur Það er ákaflega misjafnt hvernig mennirnir líta á lífið. Þeir sem hallast að því að persóna þroskist hljóta að hafa hugmynd um í hverju sú breyting er fólgin og hvers vegna hún á sér stað. Markmiðið með þessari sögu er að fá börnin til að deila skoðunum sínum á því hvað séu vandamál og hvernig þau verða til. Hvernig stendur á því að það sem einum finnst vera vandamál finnst öðrum ekki vera vandamál? Af hverju finnst sögupersónunni það svona mikið vandamál að læra heima en öðrum nemendum finnst það ekkert vandamál? Hvernig er best að leysa vandamál? Kennarinn gefur í skyn að það sé hægt að breyta hugarfarinu og þannig gufi vandamálið upp eða verði ellegar auðveldara viðfangs. Hér getur umræðan auðveldlega leiðst út í vangaveltur um að hve miklu leyti við getum ráðið því sjálf hvernig lífið birtist okkur. Inntak í sögunum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=