Hugrún – Sögur og samræðuæfingar

Heimspeki sögur 54 Yfir matnum fékk ég hugmynd. Fúsi er trúlega besti vinur minn af því að okkur finnst oftast það sama fyndið. Ég á erfitt með fólk sem getur ekki stundum hlegið að sjálfu sér. Því miður er bróðir minn í þeim flokki. Hann tekur sjálfan sig allt of alvarlega. Það má varla orðið segja nokkuð við hann án þess að hann misskilji það sem einhverja sérstaka árás gegn honum persónulega. Ég verð að játa að stundum efast ég um að við séum systkini. Við erum svo ólík. Réttur Hefurðu rétt til að … horfa á sjónvarpið? leika þér? segja það sem þér finnst? vera í skóla? eiga vini? ráða ein(n) yfir því sem þú átt? vera frjáls? vera hamingjusamur/-söm? lifa? Að virða rétt annarra Tek ég rétt af öðrum ef ég … trufla í kennslustund? Hvaða rétt? svindla mér inn í röð? Hvaða rétt? segi ósatt? Hvaða rétt? legg einhvern í einelti? Hvaða rétt? meiði einhvern? Hvaða rétt? reyni að fá aðra til að skipta um skoðun? Hvaða rétt? stel? tala illa um einhvern? geri það sem mér sýnist?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=