Hugrún – Sögur og samræðuæfingar
Heimspeki sögur 52 Eftirréttur Veiðiferðin var frábær. Nú er ég orðinn fluguveiðimaður. Ég veiddi tíu fiska og einn mjög stóran. Það tók mig langan tíma að landa honum. Fyrsta morguninn fékk ég bara einn fisk en pabbi og bróðir minn fengu marga. Mér gekk frekar illa að kasta og línan fór allt of stutt út í vatnið. Pabbi bauðst oft til að kasta fyrir mig, meira að segja bróðir minn líka, en ég þrjóskaðist við. Mig langaði að veiða minn fyrsta flugufisk sjálf. Næsta dag, þegar ég var alveg að gefast upp, komst ég loksins upp á lagið með að kasta aðeins lengra. Viti menn. Allt í einu var kippt í og nýja stöngin mín kengbognaði. Ég missti andann af spenningi. Loksins hafði fiskur bitið á hjá mér. Pabbi leiðbeindi mér og ég landaði mínum öðrum flugufiski með glæsibrag. Ég held ég hafi aldrei verið jafn stolt á ævi minni. Pabbi og bróðir minn
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=