Hugrún – Sögur og samræðuæfingar

51 Áhugamál Hvað kveikir áhuga þinn? Hvað viðheldur áhuga þínum? Hvernig líður þér þegar þú ert að sinna áhugamálum þínum? Hvernig líður þér þegar þú hefur ekki áhuga á neinu? Vildirðu að fleiri hefðu áhuga á því sem þú hefur áhuga á? Vildirðu að færri hefðu áhuga á því sem þú hefur áhuga á? Er hægt að lifa án þess að hafa áhuga á einhverju? Er eitthvað sérstakt sem allir ættu að hafa áhuga á? Sanngirni Er það sanngjarnt að fá alltaf það sem maður á rétt á? Er það sanngjarnt að sá sem er fyrstur fái að velja fyrst? Er það sanngjarnt að allir fái alltaf jafnt af öllu? Er það sanngjarnt að allir fái alltaf eins mikið og þeir þurfa? Er alltaf sanngjarnt að skiptast á? Er hægt að vera ósanngjarn við sjálfan sig? Getur verið erfitt að vera sanngjarn? Af hverju reynir fólk að vera sanngjarnt? Á maður að vera sanngjarn við þá sem eru ósanngjarnir sjálfir?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=