Hugrún – Sögur og samræðuæfingar

Heimspeki sögur 50 sveifluna. Stundum tókst mér að koma línunni langt út á tún. Ég var mjög stolt. Allt er tilbúið fyrir brottför og við kveðjum mömmu úti á tröppum. Svo hleyp ég niður tröppurnar á undan pabba og bróður mínum og sest í farþegasætið fram í. Ég skelli hurðinni og læt sem ekkert sé sjálfsagðara en að ég sitji í framsætinu. Bróðir minn opnar hurðina og segir: – Hvað er að þér manneskja, farðu aftur í. Ég hreyfi mig ekki og segi ekki neitt. Hann togar í mig og skipar mér aftur að fara í aftursætið. – Ég má alveg sitja fram í núna, ég veit að ég er orðin nógu gömul, hrópa ég á hann. Pabbi sest inn í bílinn og horfir undrandi á okkur. – Er það ekki rétt hjá mér pabbi, er ég ekki orðin nógu gömul til að sitja fram í? spyr ég. – Nei, kelli mín, það er ekki alveg rétt hjá þér. Þú þarft að verða aðeins hærri í loftinu. Ég verð að láta í minni pokann og klifra yfir sætið og kem mér fyrir í aftur- sætinu. Svo ökum við af stað. Þegar við komum að vatninu hjálpar pabbi mér að setja saman stöngina mína og hnýta á hana fallega flugu. Bróðir minn er eldsnöggur að gera sig kláran og byrjar að veiða á undan okkur. Pabbi þarf líka að hjálpa mér að komast af stað við að kasta með nýju fínu stönginni minni. Áður en langt um líður fær bróðir minn fisk á og landar vænum urriða eftir stutta stund. Ég verð mjög spennt og býst við að nú bíti á hjá mér. Ég kasta og kasta en ekkert gerist. Bróðir minn fær annan fisk. Og svo landar hann fljótlega þriðja fiskinum en ég verð ekki vör. Ég prófa að færa mig á annan stað en allt kemur fyrir ekki, enginn fiskur bítur á. Fjórir fiskar liggja nú á bakkanum hjá bróður mínum. Ég bið hann að skipta við mig um veiðistað en hann tekur það ekki í mál. Segist hafa verið fyrstur á þennan stað. Ég verð reið. Mér finnst ósanngjarnt að hann sitji einn að besta veiðistaðnum og spyr pabba hvort honum finnist ekki sanngjarnt að skiptast á um að veiða á besta staðnum. – Jú, ég get nú ekki sagt annað, segir hann og ég sé að hann er svolítið dapur. Bróðir minn reynir að þræta við okkur og allt stefnir í að þetta þref eyðileggi veiðiferðina. En pabba tekst að sannfæra hann um að það sé mest sanngirni í því að skiptast á. Hann tekur stöngina sína og færir sig á annan stað. Mér tekst fljótlega að krækja í fisk, fyrsta fiskinn sem ég veiði á nýju flugustöngina mína. Ég horfi á pabba og hann kinkar glaðlega kolli til mín. Bróður mínum er ekki alls varnað eftir allt saman.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=