Hugrún – Sögur og samræðuæfingar
45 kennarinn allan bekkinn hvort einhver hafi verið að angra Jónas en enginn þykist vita neitt. Ekki ég heldur. Ég hef séð Kjartan gera ýmislegt ljótt og það sem má ekki gera í skólanum. En ég hef aldrei sagt til hans. Ég þori það ekki. Ég er hrædd um að þá færi hann að níðast á mér. Ég skammast mín fyrir að vera svona huglaus. Kjartan er líka alltaf að finna upp á einhverju nýju til að kvelja Jónas. Hann felur skólabækurnar hans, hellir vatni í stígvélin hans og fær vini sína til þess að kvelja hann í frímínútum. Það eru allir í skólanum hræddir við Kjartan og vini hans. Þeir ráða öllu á skólalóðinni. Enginn þorir að klaga þá. Ég þori ekki einu sinni að segja mömmu og pabba frá þessu. Þau gætu farið að tala við kennarann og þá kæmist upp að ég hefði klagað. Ég held ég hati Kjartan þótt hann hafi eiginlega aldrei gert mér neitt. Ég er lengi búin að hugsa um hvað ég geti gert til að hjálpa Jónasi. Loksins datt mér í hug að kannski gæti stóri frændi minn hjálpað. Hann getur verið ágætur þótt við séum ekki alltaf vinir. Ég ákvað að segja honum frá Kjartani og hvað hann og vinir hans væru vondir við Jónas. Hann sagði mér að hafa engar áhyggjur og að hann myndi leysa málið. Daginn eftir kom Kjartan í skólann og var eins og mús. Ég frétti seinna að frændi minn og vinir hans hefðu setið fyrir Kjartani. Þeir tuskuðu hann til og hótuðu honum verri útreið ef hann kæmi oftar nálægt Jónasi. Þetta virkaði og Jónas fékk frið. Ég var ánægður með sjálfan mig. Kannski þarf stundum að vera dálítið vondur til að vera góður. Lykilspurning: Hver ætli sé munurinn á því að vera óþekkur og vondur? Gott fólk Eru flestir krakkar góðir? Er flest fólk gott? Af hverju er sumt fólk vont? Af hverju er sumt fólk gott? Er eitthvað að þeim sem eru vondir? Þarf að vera góður í einhverju sérstöku til að vera góð manneskja? Er nauðsynlegt að æfa sig í einhverju til að verða góður?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=