Hugrún – Sögur og samræðuæfingar
Heimspeki sögur 44 Hrekkir Flestir sem ég þekki eru góðir, held ég. Kannski eru margir sem þykjast vera góðir en laumast svo til að vera vondir þegar þeir halda að engir sjái til. Það eru nokkrir vondir krakkar í skólanum. Sumir eru bara óþekkir. Þeir hlýða ekki kennaranum og fara ekki eftir skólareglunum. Í bekknum mínum er strákur sem er vondur. Hann heitir Kjartan. Hann meiðir aðra krakka. Og hann er verstur við þá sem geta ekki varið sig sjálfir. Hann er til dæmis alltaf að stríða Jónasi. Jónas er öðruvísi en aðrir krakkar. Önnur höndin hans er styttri en hin og svo er hann alltaf lengi að skilja það sem kennarinn er að útskýra fyrir bekknum. Hann á ekki neinn vin í bekknum. Oftast labbar hann um einn í frímínútum. Kjartan er lúmskur. Hann brytjar sundur strokleðrið sitt og hendir litlum bitum í Jónas þegar kennarinn sér ekki til. Þá hrekkur Jónas í kút og fer að væla. Þá fara margir að hlæja og kennarinn verður pirraður. Stundum spyr
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=