Hugrún – Sögur og samræðuæfingar
41 – Þannig er það nú bara, sagði höfðinginn, við erum svo margir að það er ekki hægt að telja okkur. – Þetta er ótrúlegt bull, sagði hann. Og svo fóru þeir að rífast þangað til hann sofnaði. Morguninn efir vaknaði hann við undarlegt vagg. Hann var aftur kominn í bréfbátinn út á reginhaf. Hvað hafði eiginlega gerst? Það síðasta sem hann mundi áður en hann sofnaði var að hann var að rífast um það við höfðingja stubbanna hvað þeir voru margir. Nú var hann í sömu stöðu og þegar hann fór frá risunum en einhvern veginn fannst honum hann ekki jafn frjáls. Það sem fær okkur til að hugsa Fær þetta okkur til að hugsa? gúmmíönd stígvél spor í snjó stjörnurnar á himninum skrýtið fólk sumar sögur sumt fólk draumar við sjálf vinir okkar Frelsi Er maður frjáls … heima hjá sér? í skólanum? í umferðinni? í flugvél? í draumi? þegar manni líður illa? þegar einhver er að stríða manni? þegar maður flytur í burtu? þegar maður verður fullorðinn? Stríðni Er einhver ástæða til þess að sumum er strítt meira en öðrum? Eru einhverjar góðar ástæður til þess að stríða fólki? Eru einhverjar ástæður sérstaklega vondar til að stríða fólki? Getur stríðni verið meinlaus? Getur stríðni verið hættuleg? Af hverju ætli flestum finnist gaman að stríða öðrum?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=