Hugrún – Sögur og samræðuæfingar

Heimspeki sögur 34 Bull Alltaf þegar ég segi bróður mínum frá því sem mér þykir merkilegt þá segir hann: – Ég veit það. Ég er eiginlega hætt að segja honum nokkuð, hann þykist vita alla skapaða hluti. Í staðinn er ég farin að spyrja hann erfiðustu spurninga sem ég heyri eða finn upp sjálf. Um daginn spurði ég hann hvernig hann gæti verið viss um að hann sjálfur væri til. Hann grettir sig þegar ég spyr svona og segir svo: – Þetta er bull. Ég er búin að komast að því að honum finnst allt vera bull sem hann skilur ekki sjálfur. Ég hef ákveðið að tala aldrei framar við hann um neitt sem skiptir máli. Hann virðist ekki vera sérstaklega vitur. Sá sem heldur sig vita meira en hann veit er ekki vitur, jafnvel þótt hann viti mikið. Þetta sagði kennarinn okkur um daginn. Hann sagði okkur frá mjög merkilegum manni sem hét Sókrates og hann átti heima á Grikklandi. Hann var vitrasti maður í heimi en samt sagðist hann ekki vita neitt. Ég á að vísu erfitt með að skilja hvernig sá sem segist ekki vita neitt getur verið vitrastur í öllum heiminum. Á leiðinni heim úr skólanum fórum við Fúsi að ræða um hvaða dýr væri vitrast. Mér datt fyrst í hug hundar vegna þess að það er hægt að kenna þeim svo mikið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=