Hugrún – Sögur og samræðuæfingar
33 Þversagnir Getur sami hluturinn verið bæði þungur og léttur? Getur sami hluturinn verið bæði svartur og hvítur? Getur sami hluturinn verið bæði blautur og þurr? Getur sami hluturinn verið bæði fallegur og ljótur? Getur sami hluturinn verið bæði lítill og stór? Getur sama lífveran verið bæði lifandi og dauð? Getur sama manneskjan verið bæði góð og vond? Getur sama manneskjan verið bæði heimsk og vitur? Getur sami heimurinn verið bæði stór og lítill? Getur sami heimurinn verið bæði góður og vondur? Tölur, stærðir og vegalengdir Hver er minnsta talan sem er til? Hver er stærsta talan sem er til? Hvað er hægt að skipta einum hlut í marga búta? Hver er stærsti hlutur í heimi? Hver er minnsti hlutur í heimi? Hvað er hægt að skipta einni línu í marga hluta? Er hægt að skipta öllu í tvennt?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=