Hugrún – Sögur og samræðuæfingar

Heimspeki sögur 32 Hann tók líka annað dæmi sem hann sagði að væri álíka skrýtið. Það fjallaði um ör sem þarf að fara ákveðna vegalengd. Hann teiknaði örina á töfluna nokkrum sinnum til að sýna okkur bogadregnu línuna sem örin átti að fara. Hann benti okkur á örina sem var efst í boganum og spurði hvort það væri öruggt að áður en örin kæmist á þennan stað þyrfti hún að komast á staðinn sem væri á undan. Allir viðurkenndu það og við þurftum líka að viðurkenna að til þess að komast á þann stað þyrfti hún að komast á staðinn á undan. Þessi kennari er dálítið sniðugur. Hann fær okkur til að samþykkja ýmislegt sem endar svo með því að við verðum að samþykkja eitthvað sem er í raun ómögulegt. Eins var það í þetta skipti. Hann hélt áfram að spyrja um hverja örina af annarri í boganum og á endanum urðum við að viðurkenna að örin gæti aldrei byrjað að hreyfast vegna þess að hún þyrfti fyrst að vera komin á einn stað áður en hún kæmist á annan. Hann sagði að lokum að heimspekingar í gamla daga hefðu notað svona sögur til að sanna að ekkert hreyfist í raun og veru. Það sýnist bara hreyfast. Þeir voru að reyna að útskýra að heimurinn er allt öðruvísi en hann sýnist vera. Það kom ekki fram í tímanum til hvers þeir voru að því. Ég ákvað að prófa hugmyndirnar á leiðinni heim. Ég hljóp fyrst helminginn af leiðinni heim. Svo gekk ég helminginn af þeirri leið sem ég átti eftir. Þið getið ímyndað ykkur hvernig þessi tilraun endaði. Ég gafst upp og dreif mig heim að borða. Ég var orðin svöng. Hin sagan var svona. Einu sinni var rakari sem rakaði alla karlmenn í þorpinu sem ekki rökuðu sig sjálfir en lét hina alveg eiga sig. Hver ætli hafi rakað þennan rakara? Ég verð alveg ringluð í kollinum af svona spurningum og svona sögum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=