Hugrún – Sögur og samræðuæfingar

31 Akkiles og skjaldbakan Kennarinn sagði okkur skrýtnar sögur í dag. Önnur sagan hét Akkiles og skjaldbakan en hin, sem var um rakara í litlu þorpi, hét ekki neitt. Akkiles var mikill íþróttagarpur fyrir löngu síðan og skjaldbaka ein bauð honum í kapphlaup. Skjaldbakan vildi fá dálítið forskot. Ekkert óeðlilegt við það. Hún fer svo löturhægt. Til þess að ná skjaldbökunni þurfti Akkiles að byrja á því að komast helminginn af leiðinni til skjaldbökunnar. Svo þegar hann væri hálfnaður til skjaldbökunnar þyrfti hann að komast helminginn af leiðinni sem þá var eftir, og svo helminginn af þeirri leið. Svo spurði kennarinn furðulegrar spurningar: – Getur Akkiles nokkurn tíma náð skjaldbökunni? Það fyrsta sem ég hugsaði var að auðvitað geta allir unnið skjaldbökur í kapphlaupi nema kannski í mesta lagi sniglar. Krakkarnir í bekknum sáu heldur ekki að það gæti verið vandamál að ná skjaldbökunni. Þetta var í stærðfræðitíma og kennarinn teiknaði kapphlaupið á töfluna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=