Hugrún – Sögur og samræðuæfingar

23 Bölsvandinn Er allt sem gerist í heiminum gott? Hverjum er það að kenna að margt slæmt kemur fyrir? Ef Guð getur alltaf hjálpað af hverju gerir hann það þá ekki? Hvernig getum við vitað hvernig Guð vill að við lifum? Til hvers eru trúarbrögð? Er gott að trúa á Guð? Af hverju ætli sumir trúi ekki á Guð? Má maður ráða því hvort maður trúir á Guð eða ekki? Skýringar Væri fullnægjandi skýring … á fjölgun bílslysa að umferðarreglurnar hljóti að vera lélegar? á því að ég hefði ekki unnið heimavinnuna að ég nennti því ekki? á miklu atvinnuleysi að þeim sé alltaf fjölga sem nenna ekki að vinna? á því að einhver kemur of seint að hann segist hafa tafist í umferðinni? á bölsvandanum að vegir Guðs séu órannsakanlegir?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=