Hugrún – Sögur og samræðuæfingar

Heimspeki sögur 22 svona eins og fyrir sjálfan sig. Var virkilega að koma í ljós að hann hafði aldrei velt því fyrir sér hvers vegna Guð grípur ekki í taumana og reynir að afstýra flóðum, fellibyljum, uppskerubrestum, glæpaverkum og svo mætti náttúrulega lengi telja? En svo tók hann sig á. Þessu hafa víst margir miklir spekingar velt fyrir sér í gegnum tíðina. Það er ekki auðvelt. Mismunandi trúarbrögð má kannski segja að séu tilraun til að útskýra hvers vegna Guð virðist ekki koma oftar til hjálpar, jafnvel þegar fólk er í sárri neyð. Niðurstaðan, eftir að kennarinn hafði frætt okkur um það hvernig trúarbrögðin reyna að útskýra heiminn og tilganginn með lífinu, var að vegir Guðs séu í raun órannsakanlegir. Mennirnir hafa ekki vit á því sem Guð er að gera og verða þess vegna bara að reyna að gera það sem þeir halda að hann vilji. Hmm, ég er alls ekki viss um hvað mér finnst um þessa skýringu. Ég er ekki einu sinni viss um að hún útskýri neitt. Mér finnst eiginlega að svona skýring sé bara til að fá fólk til að hugsa um eitthvað annað. En er ekki allt í lagi að hugsa um þetta? Það getur nú varla verið svo hættulegt að hugsa vel um það sem kemur upp í hugann. Hvað gæti svo sem verið hættulegt við það? Bænir Ætti Guð að hjálpa okkur með allt sem við biðjum hann um? Til hvers förum við með bænir? Af hverju hjálpar Guð okkur ekki með allt sem við biðjum hann um? Þarf maður að læra að biðja til Guðs? Haldið þið að Guð hlusti á allar bænir?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=