Hugrún – Sögur og samræðuæfingar
21 Góður Guð Ég hef oft beðið Guð að hjálpa mér úr vandræðum. Því miður virðist hann ekki næstum því alltaf vera að hlusta. Kannski hefur hann eitthvað merkilegra að gera en að hlusta á sífrið í stelpuskotti sem yfirleitt hefur komið sér í vandræðin sjálf. Í dag talaði kennarinn minn um margt sem mér fannst skrýtið. Hann var að segja frá því að í heiminum væru mörg trúarbrögð. Mjög margir trúa á Guð en það trúa ekki allir á sama guðinn. Svo eru sumir sem trúa bara alls ekki á neinn guð. Kennarinn minn sagði að flestir sem trúa að Guð sé til, trúi líka að hann sé al- góður, al-máttugur og al-vitur. Þá datt mér í hug spurning sem ég þorði varla að spyrja: Af hverju gerist svona margt slæmt í heiminum ef Guð er svona góður? En mér að óvörum tók kennarinn spurningunni vel og byrjaði meira að segja að hæla mér á hvert reipi fyrir skarpskyggnina. Hann fór eiginlega yfir strikið eins og pabbi segir stundum. Þetta yfirstemmda hól fyrir eina litla spurningu var farið að hljóma eins og öfugmæli og jafnvel háð. Hann endurtók spurninguna nokkrum sinnum
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=