Hugrún – Sögur og samræðuæfingar

Heimspeki sögur 20 Góðar og slæmar hugmyndir Hvernig vitum við hvað góð hugmynd er? Hvernig vitum við hvað slæm hugmynd er? Hvað er dæmi um mjög góða hugmynd? Hvað er dæmi um mjög slæma hugmynd? Hvaðan koma hugmyndir? Eru allar hugmyndir myndir af raunveruleikanum? Nefnið dæmi um hugmyndir sem eru myndir af raunveruleikanum og hugmyndir sem eru það ekki (ef þær eru til). Hugur og heimur Hvernig getur hugurinn vitað að hann hefur rétta mynd af heiminum? Sjá augun okkar sjálf eða sjáum við með augunum? (Hver er munurinn?) Heyra eyrun okkar sjálf eða heyrum við með eyrunum? (Hver er munurinn?) Finnur nefið sjálft lykt eða finnum við lykt með nefinu? (Hver er munurinn?) Er hægt að skilja heiminn ef það eru engar hugmyndir í huganum? Koma allar hugmyndir til okkar frá heiminum eða fæðumst við með sumar hugmyndir? Önnur möguleg umræðuefni úr þessari sögu samviskan hugsun og vitund orð og tákn sanngirni níska

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=