Hugrún – Sögur og samræðuæfingar
19 sól. Þá má kannski segja að það sé mynd af sólinni í huganum. Samt er ég alls ekki viss um að það sé rétt. Sól er nefnilega orð líka og orð er engin mynd. Svo er þessi mynd eða myndir sem ég hef af sólinni í huganum mínum bara alls ekkert líkar sólinni sjálfri. Alla vega ekki alltaf. Til dæmis er ein hugmynd sem ég á um sólina og hún er þegar sólin er farin annað og allur himinninn er rauður og fjólublár. Er það hugmynd um sól eða eitthvað annað? Svo get ég líka búið til hugmyndir. Ég tek stundum sundur dýr í huganum og set þau vitlaust saman. Það getur verið fyndið og skemmtilegt. Kannski er ekki til nein ein hugmynd. Hugsanlega eru allar hugmyndir samsafn af mörgum hugmyndum. Að skapa hugmynd og prófa hana Finndu hugmynd og leitaðu að aðferð til að meta hvort hún er góð eða slæm. Góðar og slæmar hugmyndir Er það góð eða slæm hugmynd að … þykjast vera veik(ur) til að þess að geta verið heima og lesið nýjustu Harry Potter bókina? segja öðrum frá mestu leyndarmálum sínum? borða aldrei banana? segja öðru fólki alltaf það sem manni finnst? vaka fram eftir? trúa öllu sem kennarar segja? trúa öllu sem foreldrar segja? halda að maður hafi alltaf rétt fyrir sér? hjálpa bágstöddum? berjast gegn óréttlæti?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=