Hugrún – Sögur og samræðuæfingar

Heimspeki sögur 18 Hugmyndir Stundum fæ ég hugmyndir. Sumar þeirra eru góðar. Til dæmis fékk ég þá hugmynd um daginn að búa til loftbelg sem ég get notað til að fljúga í skólann þegar veðrið er gott. Mig langar nefnilega mikið til að sjá hverfið sem ég bý í ofan frá. Ég held að hugmyndin um húsið sem ég á heima í breytist ef ég horfi á það úr loftbelg. Ég er búin að reyna þetta í tölvunni en það er eitthvað óraunverulegt. Ég þarf að vera nær og sjá allt í alvöru litum. Ég fékk aðra hugmynd nýlega sem var ekki eins góð. Stóri bróðir minn er mikill nískupúki. Hann á líka meiri peninga en ég og getur keypt sér ýmislegt. Hann borðar nammi þegar honum sýnist og mér finnst það ekki alveg sanngjarnt. Hugmyndin var sem sagt sú að læðast inn í herbergið hans um nótt, þegar hann er sofandi, og taka dálítið nammi sem ég veit að hann geymir í einni skúffu. Þetta fór ekki sérlega vel. Þetta tókst reyndar mjög vel en ég fékk undarlegan verk í magann. Kannski var nammið eitrað en það er skrýtið að verkurinn er enn þá í maganum og það eru nokkrir dagar síðan ég fékk þetta nammi lánað. Ég veit ekki hvaðan þessar hugmyndir mínar koma eða af hverju. Og svo veit ég ekki af hverju þær eru kallaðar hug-myndir. Ég held að ég skilji það til dæmis, að ég hef hugmynd um

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=