Hugrún – Sögur og samræðuæfingar

17 Vandamál Getið þið nefnt eitthvað sem ykkur finnst vera vandamál? Hvað er það sem gerir það að vandamáli? Hvað gerir sum vandamál erfiðari en önnur? Eiga börn önnur vandamál en fullorðnir? Getið þið nefnt eitt barnavandamál? Getið þið nefnt eitt fullorðinsvandamál? Er hægt að leysa öll vandamál? Leiðindi Nefnið eitthvað sem ykkur finnst leiðinlegt. Af hverju er það leiðinlegt? Af hverju finnst ekki öllum það sama leiðinlegt? Getur eitthvað sem er leiðinlegt orðið skemmtilegt? Hvernig? Getið þið nefnt dæmi? Vinna/leikur Getur fótboltaleikur verið vinna? Getur eitthvað sem ekki er borgað kaup fyrir verið vinna? Getur eitthvað sem er borgað kaup fyrir verið leikur? Hver er munurinn á vinnu og leik? Skyldur Er það skylda að mæta í skólann? Er það skylda að borða hollan mat? Er það skylda að vera hjálpsamur? Er það skylda að leika sér? Er það skylda að hlýða fullorðnum? Er það skylda að vera skemmtilegur?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=